Runólfur nýr fjármálastjóri S4S

Runólfur Þór Sanders.
Runólfur Þór Sanders. Ljósmynd/Aðsend

Runólfur Þór Sanders hefur hafið störf sem fjármálastjóri S4S ehf. Hann var áður hjá Deloitte, þar sem hann hefur verið meðeigandi og stýrt ráðgjöf á sviði kaup, sölu og fjármögnun fyrirtækja.

Runólfur Þór hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir 15 ár. Hann er viðskiptafræðingur að mennt með MSc gráðu í fjármálum fyrirtækja. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá S4S, sem rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt AIR verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. Þá eru í samstæðunni einnig netverslanirnar Skór.is, Ellingsen.is, Air.is, BRP.is og Rafhjólasetur.is.

Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, segir í tilkynningunni að mikill fengur sé af því að Runólf inn í stjórnendahóp S4S. Félagið hafi vaxið mikið á undanförnum árum og fyrirhugað sé að stækka enn frekar, bæði með innri og ytri vexti. Þá sé stefnt að því að skrá félagið á hlutabréfamarkað innan fárra ára.

Þá kemur fram að Runólfur Þór þekki félagið vel eftir að hafa unnið sem ráðgjafi þess undanfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK