Bæta 160 ólígörkum og þingmönnum á svarta listann

Ólígarkarnir eiga eignir, bæði hús og lystisnekkjur, víða um lendur.
Ólígarkarnir eiga eignir, bæði hús og lystisnekkjur, víða um lendur. AFP

Evrópusambandið samþykkti í dag að bæta 160 rússneskum ólígörkum og þingmönnum á svartan refsiaðgerðalista sambandsins. Þá samþykkti Evrópusambandið sömuleiðis að beina spjótum sínum að rafmyntaeignum og rússneskum sjávarútvegi. 

Refsiaðgerðirnar eru tilkomnar vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. 

Hvítrússar fá líka á baukinn

Einnig ákvað Evrópusambandið að skera á tengsl þriggja hvítrússneskra banka frá alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu vegna stuðnings stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi við árás Rússa.

Evrópusambandið vill með þessu loka fyrir glufur í áður óséðum refsiaðgerðapakka sem það hefur komið á gegn Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK