Gæti þýtt hundrað þúsund króna hækkun á heimili

Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. mbl.is/Árni Sæberg

Hækkun á eldsneytisverði á Íslandi virðist vera í beinum tengslum við miklar breytingar á heimsmarkaðsverði á olíu og virðist álagning olíufyrirtækjanna sjálfra ekki hafa hækkað.

„Meðalálagning olíufyrirtækja miðað við heimsmarkaðsverð á olíu það sem af er marsmánuði er aðeins lægri en meðalálagning ársins,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdarstjóri FÍB í samtali við mbl.is í dag. Ekki er því rétt sem oft er haldið á lofti upp á síðkastið að olíufyrirtækin séu að hækka verð umfram hækkun á heimsmarkaði.

Ekki sanngjarnt að horfa á hækkun á milli daga.

Sem dæmi hefur verð á bensíni frá áramótum hækkað um 35 kr hjá N1 en um 25 krónur hjá Costco. Ef horft er á verðhækkun frá fyrsta janúar 2021 hefur verð hækkað um 77 krónur hjá N1 en 72 krónur Hjá Costco. Er því til langs tíma um að ræða svipaðar hækkanir hjá báðum fyrirtækjum.

„Ef þetta er jafnaðarverð næsta árið fer þetta að vikta í annað hundrað þúsund fyrir heimilisbókhaldið,“ segir Runólfur.

Yfirleitt eru bornar saman tölur um útsöluverð hjá olíufyrirtækjunum sem er þeirra hæsta verð. Ekki eru teknir með ýmsir afslættir og tilboð en munur á hæsta og lægsta lítraverði á bensíni er 48 krónur.

Veruleg hækkun á ekki löngum tíma

Í raun eru bara fjórir þættir sem stýra verði á bensíni og dísel olíu á Íslandi en það er heimsmarkaðsverð á olíu, álagning, skattar og gengi krónu gagnvart dollar.

Tilhneigingin er eins og er hækkun heimsmarkaðsverð á meðan krónan veikist heldur gagnvart bandaríkjadollara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK