Þrýstir á frekari vaxtahækkanir

„Þegar verðbólga fer hækkandi fylgir óverðtryggða krafan gjarnan líka,“ segir …
„Þegar verðbólga fer hækkandi fylgir óverðtryggða krafan gjarnan líka,“ segir Björgvin. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þróun verðbólguálags frá áramótum vitnar um að verðbólguhorfur hafa versnað, ekki síst í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.

Björgvin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála ríkisins, segir aukinn verðbólguþrýsting birtast í ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkisskuldabréfa.

Hefur áhrif á ákvarðanir seðlabanka

„Verðbólgan hefur verið að aukast í helstu samstarfslöndum. Væntanlega munu seðlabankar þurfa að horfa til þess þegar þeir taka ákvörðun um frekari vaxtabreytingar,“ segir Björgvin og bendir meðal annars á að krafan á 10 ára breskum ríkisskuldabréfum hafi hækkað úr 0,70% um miðjan desember í 1,6% um miðjan febrúar. Krafan hafi svo gengið að einhverju leyti til baka en leitnin sé samt upp á við og er krafan nú tæplega 1,4%.

„Þetta er í takt við það sem við sjáum í öðrum nágrannalöndum okkar. Þegar verðbólga fer hækkandi fylgir óverðtryggða krafan gjarnan líka,“ segir Björgvin.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK