Íhuga að kaupa olíu með afslætti af Rússum

Indverskur bensínafgreiðslumaður að störfum.
Indverskur bensínafgreiðslumaður að störfum. AFP

Indverjar eru að íhuga að þekkjast boð Rússa um að kaupa af þeim hráolíu og aðrar vörur með afslætti.

Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir tveimur indverskum embættismönnum.

Indverjar, sem flytja inn 80% af allri olíu sem þeir nota, kaupa venjulega 2% til 3% af Rússum. En vegna þess að olíuverð hefur hækkað um 40% á þessu ári eru stjórnvöld í landinu að leita leiða til að auka viðskiptin við Rússa í von um að draga úr auknum kostnaði.

Rússar hafa verið beittir hörðum viðskiptaþvingunum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Meðal annars hefur þó nokkrum bönkum verið bannað að notast við alþjóðlega greiðslukerfið Swift.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK