Engin áhrif stríðs á hótelbókanir

Bókanir inn á sumarið líta vel út hjá þeim hótelkeðjum …
Bókanir inn á sumarið líta vel út hjá þeim hótelkeðjum sem ViðskiptaMogginn ræddi við. mbl.is/Þorgeir

Kristó­fer Oli­vers­son, formaður Fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu, FHG, og fram­kvæmda­stjóri Center hót­ela, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann spurður um áhrif stríðsins í Úkraínu á bók­an­ir á hót­el­um að átök­in hafi ekki haft áhrif að heitið geti enn þá. „En óviss­an er til staðar. Þarna er kom­inn nýr óvissuþátt­ur eft­ir að Covid-far­ald­ur­inn hjaðnaði,“ seg­ir Kristó­fer.

Áhrif­in frek­ar já­kvæð

Snorri Pét­ur Eggerts­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs hjá Kea­hót­el­un­um, seg­ist ekki hafa séð nein nei­kvæð áhrif á bók­un­ar­stöðuna vegna stríðsins. „Áhrif­in eru frek­ar já­kvæð ef eitt­hvað er. Bók­an­ir í fe­brú­ar og mars hafa gengið mjög vel og við höf­um fengið mikið af bók­un­um á síðustu stundu og sum­arið lít­ur vel út. Það er ekk­ert lát á bók­un­um þar,“ seg­ir Snorri sem seg­ir þær svipaðar og fyr­ir far­ald­ur.

Hann seg­ir að í sam­töl­um sín­um við er­lend­ar hót­elkeðjur lýsi menn áhyggj­um af að Banda­ríkja­menn fari ekki til Evr­ópu vegna átak­anna en sjálf­ur hafi hann á til­finn­ing­unni að þeir vilji samt sem áður koma til Íslands.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK