1 af hverjum 11 á Íslandi keypt rafmynt

Um 1% af fjáreignum í heiminum er áætlað að vera …
Um 1% af fjáreignum í heiminum er áætlað að vera í formi sýndareigna. AFP/Ozan Kose

Um það bil 1 af hverjum 11 Íslendingum hefur fjár­fest í rafmynt, samkvæmt fjármálastöðugleikakýrslu Seðlabankans sem kom út í gær en hún fjallar meðal annars um rafmynt, eða sýndarfé.

„Algengast er að karlmenn á aldrinum 18-34 ára, sem skilgreina sig sem áhættusækna með áhuga á tækninýjungum fjárfesti í sýndarfé," segir í skýrslunni.

„Um 1% af fjáreignum í heiminum er áætlað vera í formi sýndareigna (e. crypto-assets) en að baki þeim eru um 10 þúsund tegundir rafmynta.“

Áhyggjur af mikilli áhættusækni

Sýndarfé, sem oftast er talað um sem rafmynt, hefur náð töluverðum vinsældum hér á landi samkvæmt könnun Seðlabanka Íslands á sýndareignum sem gerð var í febrúar. Þar höfðu 8,7% svarenda fjárfest í sýndarfé en Bitcoin var vinsælasta rafmyntin hjá Íslendingum.

Í könnuninni kemur fram að: „50% einstaklinga undir 35 ára aldri sem hafa fjárfest í sýndarfé hafa fjárfest fyrir meira en 10% af ráðstöfunartekjum.“ Höfundar skýrslunnar lýsa því yfir að þetta sé áhyggjuefni og bendi til mikillar áhættusækni.

Vara við viðskiptum með rafmyntir

Seðlabankinn hefur varað við viðskiptum með sýndarfé eða rafmynt, enda sé um áhættusækna fjárfestingu að ræða.

Helstu dæmi þess til stuðnings er tekið fram að ekkert regluverk gildi um sýndarfé á Evrópska efnahagssvæðinu, „og því njóta eigendur þess ekki góðs af því tryggingarkerfi eða neytendavernd sem fylgir fjármálaþjónustu sem lýtur reglusetningu og eftirliti,“ segir í skýrslu Seðlabanka Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK