Ásgeir segir skilið við Icelandair og heldur til Kaptio

Ásgeir Einarsson.
Ásgeir Einarsson. Ljósmynd/Aðsend

Ásgeir Einarsson hefur verið ráðinn sem þróunarstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio. Ásgeir starfaði fyrir það sem hugbúnaðararkitekt og teymisstjóri fyrir Icelandair í um sex ár.  

Verkefni Ásgeirs hjá fyrirtækinu verður að leiða áframhaldandi þróun á vöruframboði fyrir  viðskiptavini fyrirtækisins. Ásgeir er nýlega útskrifaður með meistaragráðu í upplýsingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík en hann er einnig með BS-gráðu í tölvunarfræði.

Um fimmtíu starfsmenn

Að sögn Viðars Svanssonar, framkvæmdastjóra Kaptio, er það mikill fengur að fá Ásgeir til liðs við fyrirtækið:

„Það skiptir miklu máli fyrir Kaptio að fá reynslubolta eins og Ásgeir til liðs við okkur, sem býr ekki aðeins yfir mikilli tæknilegri reynslu heldur þekkir hann ferðaiðnaðinn út í gegn úr sínum fyrri störfum hjá Icelandair og Advania.“ 

Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem smíðar bókunar- og viðskiptatengslahugbúnað fyrir stór alþjóðleg fyrirtæki í ferðaþjónustu. Síðastliðin ár hefur Kaptio verið í stöðugum vexti og starfa nú um 50 manns hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK