Allar vísitölur hækkuðu vestanhafs

Hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs fór strax upp á við eftir fregnir um …
Hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs fór strax upp á við eftir fregnir um frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. AFP

Hlutabréfabréfamarkaðurinn vestanhafs tók við sér þegar opnað var í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum.

Frysting eigna meðlima rússneska þingsins

Þar er spjótunum beint að áhrifamönnum í Kreml og aðferðin er frysting eigna í Bandaríkjunum. 328 meðlimir neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar og 48 rússnesk varnarmálafyrirtæki verða fyrir eignafrystingunni sem var tilkynnt í Hvíta húsinu í morgun, en fundur Joes Bidens Bandaríkjaforseta með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins hófst í Brussel í dag.

Upp og niður alla vikuna

Bandarísk hlutabréf hafa verið óstöðug í vikunni og fóru niður á við á mánudag, upp á þriðjudag og aftur niður á miðvikudag. Markaðurinn er yfirhöfuð óstöðugur vegna hækkaðs eldsneytisverðs, ástandsins í Úkraínu og áformum bandaríska seðlabankans um vaxtahækkanir til að vinna gegn verðbólgu.

Aðeins 45 mínútum eftir að markaðurinn opnaði vestanhafs hafði Dow Jones-vísitalan hækkað um 0,6 prósent og stóð í 34.548 stigum, S&P 500 hækkað um 0,5%  og stóð í 4.479 stigum og Nasdaq-vísital hækkað um 0,2% og stóð í 13.951 stigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK