Stór bandarískur sjóður á rúm 5% í Íslandsbanka

Hlutir í bankanum voru boðnir út í vikunni.
Hlutir í bankanum voru boðnir út í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Eitt elsta og stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki í heimi, Capital Group Companies, hefur sent tilkynningu í Kauphöllina um að það fari nú með 5,06 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka.

Þar segir að á fimmtudag hafi fyrirtækið farið yfir fimm prósenta eignarhaldsþröskuld í bankanum.

Fyrirtækið var stofnað árið 1931 og verðmæti eigna í umsjón þess nemur um 2,4 billjónum bandaríkjadala.

Eft­ir óvænta sölu Banka­sýsl­unn­ar á 22,5% hlut rík­is­ins í Íslands­banka á þriðju­dags­kvöld eru bæði stjórn­mála­menn og aðilar á markaði enn að átta sig á því hvernig sal­an fór fram, hvort verðið fyr­ir hlut rík­is­ins hafi verið rétt og hverj­ir fengu að kaupa í þess­ari lotu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK