Vísitala neysluverðs hækkar um 0,94% á milli mánaða í mars og er tólf mánaða verðbólgan því orðin 6,7%. Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að verðbólgan hafi ekki mælst hærri síðan í maí 2010 þegar hún mældist 7,5%.
Í nýbirtum tölum Hagstofunnar kemur fram að verð á bensíni og olíu hækkaði um 8,2% í mars og verð á fötum hækkaði um 5,3%.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,82% í mars og hefur því hækkað um 4,6% sl. tólf mánuði.