Koma þurfi böndum á verðbólgu

Verðbólga hefur reynst hærri og þrálátari bæði hér á landi og erlendis en flestir greiningaraðilar hafa gert ráð fyrir. Verðbólguhorfur næstu mánaða og missera hafa að sama skapi farið versnandi.

Þetta kemur fram í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027.

Fram kem­ur að verðbólga hafi hækkað að und­an­förnu en sé þó mun minni hér á landi en í mörg­um sam­an­b­urðarríkj­um. Verðbólga er nú 4,4% á Íslandi, sam­kvæmt sam­ræmdri vísi­tölu neyslu­verðs, en um 6,2% í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Í áætluninni segir að til skemmri tíma geti verðbólga bætt afkomu hins opinbera. Eftir því sem hún reynist þrálátari og verðbólguvæntingar hækki aukist líkur á meiri vaxtahækkunum. Þær muni að lokum draga úr efnahagsbatanum og um leið bata ríkisfjármála.

„Á smáu myntsvæði eins og Íslandi hafa miklar vaxtahækkanir umfram stærstu hagkerfi heims einnig óæskileg hliðaráhrif í formi aukinna líkinda á innstreymi sveiflukennds skammtímafjármagns. Meðal annars af þeim ástæðum er mikilvægt að stefna í fjármálum hins opinbera sé almennt aðhaldssamari en í stærri hagkerfum,“ segir í fjármálaáætlun.

Þar segir einnig að á grundvelli áætlunarinnar verði jafnvægi í ríkisfjármálum endurheimt í öruggum skrefum.

„Áhersla verður lögð á að koma böndum á verðbólgu, tryggja stöðugleika í hagkerfinu og stuðla þannig að hóflegu vaxtastigi fyrir heimili og fyrirtæki. Þar gegnir gott samspil ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar lykilhlutverki,“ segir þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK