Fréttir dagsins komu fyrirtækinu á óvart

Joe & the Juice er með samning til áramóta.
Joe & the Juice er með samning til áramóta. mbl.is/Eggert

Rekstraraðilar Joe & the Juice voru ekki meðvitaðir um að ISAVIA hygðist ekki halda áfram með sambærilegan rekstur í flugstöðinni. Joe mun starfa að óbreyttu fram til áramóta og mun fyrirtækið leita annarra leiða til að halda starfsemi sinni áfram á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Joe Ísland ehf..

Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að stöðunum Loksins og Joe & the Juice yrði lokað í Leifsstöð. Op­inn kynn­ing­ar­fund­ur vegna útboðs Isa­via á rekstri tveggja veit­ingastaða í Leifs­stöð er í Hörpu í dag. Í kynn­ing­ar­gögn­um frá Isa­via kem­ur fram að breyt­ing­ar séu fyr­ir hönd­um á veit­inga­rým­um í brott­far­ar­saln­um.

Með samning til áramóta

Joe & the Juice hefur haldið úti veitingarekstri á Keflavíkurflugvelli frá því í janúar 2015 en fyrirtækið er í dag með samning um rekstur til áramóta. Rekstraraðilar voru meðvitaðir um að útboð væri framundan en ekki að breytingar væru í vændum.

„Joe & the Juice hefur um árabil verið lang vinsælasti veitingastaðurinn á vellinum. Sé horft til skoðanakannana sem ISAVIA hefur framkvæmt er ljóst að vöruframboð og þjónusta Joe & the Juice passar nær fullkomlega við óskir ferðalanga, bæði innlendra og erlendra. Ákvörðun um að sækjast eftir annarskonar veitingum kom okkur því verulega á óvart.“ er haft eftir Öglu Jónsdóttur, fjármálastjóri Joe Ísland ehf. í yfirlýsingunni.

Einkennileg nálgun

Þar kemur einnig fram að félaginu þyki það einkennileg nálgun að úthýsa vöru og þjónustu með þessum hætti í stað þess að bæta frekar við öðrum valmöguleikum.

„Dagurinn hefur farið í að ræða við samstarfsaðila og starfsfólk en við höfum einnig fengið fjöldann allan af skilaboðum frá viðskiptavinum sem lásu um þetta í fjölmiðlum í morgun. Joe mun starfa óbreytt fram til áramóta og bjóðum við alla velkomna til okkar.

Í kjölfarið munum við skoða alla möguleika sem bjóðast á Keflavíkurvelli enda ljóst að mikil eftirspurn er eftir okkar vörum og þjónustu þar,“ er haft eftir Öglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK