Joe geti boðið í nýjan rekstur í Leifsstöð

Opinn kynningarfundur Isavia var haldinn í Björtuloftum í Hörpu í …
Opinn kynningarfundur Isavia var haldinn í Björtuloftum í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fullur salur var á opnum kynningarfundi Isavia í Hörpu í dag vegna útboðs á rekstri tveggja nýrra veitingastaða í Leifsstöð. Staðirnir eru boðnir út saman og verða opnaðir snemma á næsta ári.

„Þetta var það sem markaðurinn vildi, við sendum út markaðskönnun sem var opin á síðunni okkar og þar kom skýrt í ljós að veitingamenn vildu frekar fá bæði tækifærin heldur en bara eitt,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia, í samtali við mbl.is eftir fundinn.

Hún segir að aukin hagkvæmni felist í að sami aðili reki tvo staði. Reynslan sýni þar að auki að útboð séu til mikilla hagsbóta fyrir farþega og hjálpi til við að gera flugstöðina samkeppnishæfari.

Litið verði jafnt til tæknilegra og fjárhagslegra tilboða og lögð verði áhersla á vöruval, gæði, þjónustu, hönnun, markaðsmál og sjálfbærni. Val á tilboði verður tilkynnt í byrjun september.

„Menn þurfa auðvitað bara að uppfylla hvort tveggja vel,“ segir hún.

Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.
Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vita að það þarf alltaf að bjóða út

Rekstraraðilar Joe & the Juice sögðu í dag að fyrirhugaðar breytingar hefðu komið þeim á óvart, eftir að greint var frá þeim í Morgunblaðinu.

„Samningnum við Joe & the Juice er að ljúka, við þurfum að endurskipuleggja svæðið og bjóða út,“ segir Gunnhildur. „Hugmyndin er brauð- og kaffihús og við eigum eftir að útfæra það betur en það verður mögulega tækifæri sem Joe & the Juice getur vel boðið í.“

„Við þurfum alltaf að bjóða út, við megum ekki framlengja eins lengi og við viljum og þeir vita það,“ segir hún og bætir við að fyrirtækið geti tekið þátt í samkeppninni eins og aðrir.

Bætir hún við að fyrirtækið hafi staðið sig virkilega vel í rekstri sínum á Leifsstöð undanfarin ár.

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia.
Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvöfalt stærri árið 2028

Á fundi Isavia var greint frá fyrirhuguðum breytingum á Leifsstöð. Sagði Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, að árið 2028 verði flugstöðin orðin tvöfalt stærri en hún er í dag.

Standa nú yfir miklar framkvæmdir á flugstöðinni, sem hljóða upp á 37 milljarða króna.

Áætlað er að nýtt verslana- og veitingasvæði verði 25.000 fermetrar.

Meiri rekstur í stöðinni verður boðinn út í ár, á borð við gleraugnaverslun, gjafavöru og útivist, kaffihús og gjaldeyrisþjónusta, en flestum samningum við rekstraraðila er að ljúka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka