Ekki verður greiddur arður í ríkissjóð

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands á ársfundi Seðlabankans í …
Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands á ársfundi Seðlabankans í dag. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Samkvæmt rekstrarreikningi var tap af rekstri Seðlabanka Íslands tæplega 16 milljarðar króna á árinu 2021 en árið áður var hagnaðurinn rúmlega 68 milljarðar króna.

Frá þessu greindi Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, í ávarpi sínu á ársfundi bankans, sem haldinn var í Silfurbergi í Hörpu klukkan fjögur í dag.

Að sögn Gylfa má tap af rekstri bankans að mestu rekja til virðisbreytinga erlendra eigna, vegna gengissveiflna.

„Rekstrargjöld bankans voru um 7,8 milljarðar króna, um fimm prósentum hærri en árið á undan. Rekstrartekjur á árinu voru tæpir 3,7 milljarðar króna, eða um 9 prósentum hærri en árið áður,“ sagði hann.

Frá ársfundi Seðlabanka Íslands í dag.
Frá ársfundi Seðlabanka Íslands í dag. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Þá hafi eignir bankans numið tæplega 694 milljörðum króna í lok ársins, sem sé um 121 milljarði hærri fjárhæð en í lok ársins 2020. Eigið fé hafi lækkað um 17 milljarða króna og var um 134 milljarðar króna í árslok.

„Eiginfjármarkmið bankans sem bankaráð hefur staðfest er 150 milljarðar króna. Ekki verður greiddur arður í ríkissjóð vegna ársins 2021 vegna taprekstrar og eiginfjárstöðu undir eiginfjármarkmiði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK