Sigurður hættir sem forstjóri Bláfugls

Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls.
Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls.

Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri flugfélagsins Bláfugls, hefur ákveðið að hætta störfum sem slíkur. Við starfinu tekur Audroné Keinyté frá Litháen, en flugfélagið er í eigu litháíska félagsins Avia Solutions Group.

Sigurður tilkynnti starfsfólki fyrirtækisins þetta í tölvupósti í morgun, en breytingin tekur gildi strax í fyrramálið. 

Í samtali við mbl.is segir Sigurður að upphaflega hafi hann ætlað að sinna starfi forstjóra í skamman tíma, en nú séu þegar liðin tvö ár. Á þessum tveimur árum hefur félagið tekið stakkaskiptum. „Á þessu ári mun floti Bláfugls telja 15-18 flugvélar, tekjur hafa meira en tvöfaldast, við höfum bætt við okkur stórum viðskiptavinum, ráðið inn mjög hæft fólk, og félagið er tilbúið að fara í næsta fasa vaxtar.“

Hann kveðst munu halda áfram sem stjórnarformaður Bláfugls. Samhliða því muni hann verða sérstakur ráðgjafi stjórnarformanns Avia Solutions Group, eiganda Bláfugls.

„Það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá Bláfugli og ég hlakka til að vera hluti af því, þó það sé á öðru stigi en að vera forstjóri í þessum daglega rekstri. Félagið er í góðum höndum hæfra starfsmanna og stjórnenda.“

Félagið stefnir á að reka 33 vélar í lok árs …
Félagið stefnir á að reka 33 vélar í lok árs 2024.

Ætla að halda úti 33 þotum árið 2024

Blá­fugl starfar und­ir hjá­heit­inu Blu­ebird Nordic. Fé­lagið var stofnað árið 1999 og hóf flug­starf­semi árið 2001 með ís­lenskt flugrekstr­ar­leyfi.

Stærstur hluti rekstrar Bláfugls fer fram utan Íslands, en félagið félagið starfar einkum á svokölluðum blaut­leigu­markaði (e. Wet Lea­se) er­lend­is og flýg­ur þannig fyr­ir önn­ur fé­lög, s.s. DHL, UPS og ASL/​​FedEx og fleiri. 

Greint var frá því í ágúst á síðasta ári að félagið hygðist bæta við sig 25 Boeing B737-800-flutningaþotum fyrir lok árs 2024, og fjölga þannig vélum í flota sínum úr átta í 33.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK