Fjögurra milljarða króna tap á tveimur árum

Bláa lónið.
Bláa lónið. mbl.is/Árni Sæberg

Tap Bláa lónsins hf. nam á síðasta ári 4,8 milljónum evra, eða um 710 milljónum króna miðað við lokagengi síðasta árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem kynnt var í kvöld.

Á árinu 2020 tapaði Bláa lónið um 21 milljón evra, sem þá voru um 3,2 milljarðar króna. Samtals nemur því tap félagsins sl. tvö ár nærri fjórum milljörðum króna.

Velta félagsins á árinu nam 48 milljónum evra, um 7,1 milljarði króna og jókst um 46% frá fyrra ári, sem líklega var daprasta ár í rekstri félagsins á síðari árum vegna Covid-faraldursins.

Eiginfjárhlutfall félagsins samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2021 nam rúmlega 37%. Stöðugildi voru að meðaltali 396 á árinu en starfsmenn í árslok voru 569 í 506 stöðugildum.

Í uppgjörinu kemur fram að skattspors félagsins í fyrra hafi numið um 1,8 milljarði króna, sem sé níföld sú upphæð sem félagið þáði í gegnum úrræði stjórnvalda á fyrri stigum faraldursins. Bláa lónið var lokað í samfellt átta mánuði frá október 2020 til júní 2021, en fyrr á árinu 2020 hafði lóninu einnig verið lokað í um þrjá mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK