Eigendur Johan Rönning stærstu einkaaðilarnir í útboði Íslandsbanka

Eignarhaldsfélagið Bóksal er stærsti einkaaðilinn sem tók þátt í útboði Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars. sl.

Eins og áður hefur komið fram birti fjármálaráðuneytið í dag lista yfir alla þá aðila sem fjárfestu í útboðinu.

Eigendur Bóksals eru hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, en þau eru eigendur heildsölunnar Johan Rönning. Bóksal hefur jafnframt fjárfest í Kviku banka, Icelandair og fleiri skráðum félögum.

Bóksal fjárfesti fyrir tæpa 1,2 milljarða króna í Íslandsbanka í fyrrnefndu útboði og er þannig í tólfta sæti yfir þá aðila sem fjárfestu mest. Allir aðilar fyrir ofan eru ýmis lífeyrissjóðir eða erlendir fjárfestar.

Eins og áður hefur komið fram voru lífeyrissjóðir umfangsmestu fjárfestarnir í útboðinu og fjárfestu fyrir um 19,5 milljarða króna, sem er um 37% af þeirri upphæð sem seld var. Einkafjárfestar fjárfestu fyrir um 16 milljarða, eða tæplega 31%, og verðbréfasjóðir fyrir um 5,6 milljarða sem gerir tæplega 11%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK