Elon Musk í stjórn Twitter eftir kaup

Musk er sagður ástríðufullur áhangandi og ákafur gagnrýnandi Twitter.
Musk er sagður ástríðufullur áhangandi og ákafur gagnrýnandi Twitter. AFP

hlutabréf

Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og geimfyrirtækisins SpaceX, mun taka sæti í stjórn samfélagsmiðilsins Twitter í kjölfar kaupa á tæplega 73,5 milljónum hluta í fyrirtækinu.

Eign Musks í Twitter samsvarar um 9,2% hlut og er hann því orðinn stærsti hluthafi félagsins. Sem dæmi á hann nú fjórum sinnum stærri hlut en stofnandinn, Jack Dorsey, sem hætti sem forstjóri í nóvember sl.

Twitter tilkynnti stjórnarsetuna í gær og sagði forstjóri fyrirtækisins, Parag Agrawal, að eftir samræður síðustu vikna við Elon hefði þeim orðið það ljóst að hann myndi verða mikill og góður liðsauki inn í stjórnina. Þá bætti hann við að „sem ástríðufullur áhangandi og ákafur gagnrýnandi“ þjónustunnar, þá væri hann „nákvæmlega það sem við þurfum“.

Hlakkar til að bæta Twitter

Elon Musk sagðist í framhaldinu hlakka til að vinna með Parag og stjórn Twitter við að bæta miðilinn umtalsvert á næstu mánuðum.

Sem mögulega tilvísun í hvernig hægt væri að bæta miðilinn setti Musk skoðanakönnun í gang á Twitter í gær. Þar spurði hann 80 milljón fylgjendur sína hvort þeir vildu sjá breyta takka (e. edit button) á forritinu – en kallað hefur verið eftir þeirri breytingu mjög lengi í Twitter-samfélaginu. Sú hugmynd er, eins og sagt er frá á vef BBC, orðin að eins konar innanhússgríni meðal Twitter-notenda.

Jafnvel Agrawal sjálfur var með og endurtísti könnuninni á sínum eigin reikningi og skrifaði: „Afleiðingar þessarar könnunar verða mikilvægar. Vinsamlegast gætið vel að því hvað þið kjósið.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK