Engar vísbendingar um spillingu í ferlinu

Ekkert hefur komið fram sem kallar á sérstaka spillingarrannsókn varðandi söluferlið á 22,5% hlut í Íslandsbanka í liðnum mánuði. Þetta segir Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins.

Í viðtali í Dagmálum er hann spurður út í ákall Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar þess efnis að ráðast þurfi í athugun á því hvort spilling hafi átt hlut að máli þegar hlutum í bankanum var úthlutað til fagfjárfesta í lokuðu útboði sem fram fór 22. mars síðastliðinn.

Segir Lárus fráleitt að halda því fram að söluráðgjafar Bankasýslunnar hafi verið að hringja í „vini sína“ þegar kom að því að leita kaupenda að hinum umfangsmikla hlut í bankanum. Þannig hafi söluaðilarnir haft mikla hagsmuni af því að sem flestir skráðu sig til þátttöku í gegnum þá. Þóknanir vegna sölunnar hafi verið bundnar við þátttöku og hversu marga söluaðilunum tókst að draga að borðinu.

Viðtalið við Lár­us og Jón Gunn­ar má nálg­ast í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK