Fjárfestar horfa til grænna lausna

Gera má ráð fyrir því að auknar kröfur verði gerðar …
Gera má ráð fyrir því að auknar kröfur verði gerðar um sjálfbærni þegar kemur að innviðauppbyggingu. Ljósmyndir/Aðsent

Umræða um grænar lausnir, grænar fjárfestingar og græna innviðauppbyggingu fer ekki einungis fram á vettvangi stjórnmála heldur hefur alþjóðafjármálakerfið látið til sín taka í auknari mæli á liðnum árum. Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hefur frá árinu 1995 lagt áherslu á sjálfbærar fjárfestingar og verið leiðandi á sínu sviði í þeim.

Spiros Alan Stathacopoulos.
Spiros Alan Stathacopoulos.

„Þegar við byrjuðum að bjóða upp á þessa þjónustu var ekki mikil eftirspurn eftir henni, en eftir því sem áhuginn óx áttum við vörurnar tilbúnar og höfum því náð ákveðnu forskoti,“ segir Spiros Alan Stathacopoulos, framkvæmdastjóri alþjóðatengsla hjá Storebrand, í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann, ásamt Ellen Andersen sjóðstjóra, var nýlega staddur hér á landi til að eiga viðræður við íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði.

Ellen Andersen.
Ellen Andersen.

Eignastýring Storebrand hefur frá árinu 2018 átt í samstarfi við Íslandssjóði, dótturfélag Íslandsbanka, þar sem viðskiptavinum hefur gefist kostur á að fjárfesta í sjóðum Storebrand. Undir lok árs 2020 opnaði Storebrand þrjá græna fjárfestingasjóði fyrir bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum á Íslandi. „Við fundum það að við áttum samleið með Íslandsbanka og Íslandssjóðum en það má reyndar taka fram að íslensk fjármálafyrirtæki hafa sinnt þessum málum mjög vel,“ segir Stathacopoulos og bætir því við að Íslendingar hafi sýnt sjóðunum mikinn áhuga og vilji sé til staðar hér á landi til að fjárfesta í grænum sjóðum og grænum verkefnum.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK