Gerðu ráð fyrir meira fráviki

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi búið sig undir að frávik frá skráðu dagslokagengi Íslandsbanka yrði allt að 5% þegar ráðist var í sölu á hlut í bankanum í snörpu söluferli í liðnum mánuði. Niðurstaðan varð mun hagfelldari.

„Meðaltalið er 6,4% í útboðum í Evrópu og eftir að stríðið fór í gang er það 8,4% þannig að við töldum ekki ásættanlegt að gefa meira en 5%. Það var hreint ekki líklegt að við myndum ná því en við gerðum það og gott betur,“ útskýrir Lárus en hann er gestur Dagmála í dag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslunnar. Í viðtalinu upplýsir Jón Gunnar að hugmyndir fjárfesta um eðlilegt frávik hafi verið mismunandi en þó hafi borið meira í milli hugmynda stofnunarinnar og erlendra fjárfesta en þeirra innlendu. Heyrst hafi hugmyndir um allt að 7% afslátt.

Stríðið hafði ekki neikvæð áhrif

Gagnrýni hefur verið haldið fram á söluferlið vegna tímasetningar þess, þ.e. að ráðist hafi verið í sölu á umtalsverðum hlut í ríkisbankanum nú þegar stríð geisar í Evrópu. Hafa fræðimenn á borð við dr. Ásgeir Brynjar Torfason haldið því fram að glórulaust sé að ráðast í sölu við þær aðstæður.

Lárus blæs á þær raddir en segir að forsvarsmenn Bankasýslunnar hafi vissulega lagt mat á það hvort nú væri rétti tíminn til þess að ráðast í þetta verkefni, enda mikil óvissa uppi á ýmsum sviðum. Hins vegar hafi komið í ljós að tímasetningin hafi verið góð. Vegna óvissu sé ládeyða á mörkuðum og ekki mikið um nýja fjárfestingarkosti. Því hafi fyrirtæki eins og Íslandsbanki, sem er lítt snertur af átökunum í Úkraínu, reynst mjög álitlegur kostur á fjármálamarkaði þar sem mikið fjármagn sé til staðar.

Viðtalið við Lárus og Jón Gunnar má nálgast í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK