Opinbera hverjir keyptu í Íslandsbanka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur opinberað þá sem keyptu hluti í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Fjármála- og efnahagsráðherra óskaði formlega eftir slíku yfirliti með bréfi til Bankasýslunnar þann 30. mars sl., en í bréfinu var m.a. skírskotað til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar sem lögð er áhersla á gagnsæi við sölu hluta.

Þann 31. mars sl. móttók fjármála- og efnahagsráðuneytið afstöðu Bankasýslu ríkisins og lögfræðiráðgjafa hennar þess efnis að óvarlegt væri að birta upplýsingar um mótaðila ríkisins í viðskiptunum, með vísan til ákvæðis 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, er varðar bankaleynd,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Fram kemur að lífeyrissjóðir voru umfangsmestu fjárfestarnir í útboðinu. Þeir fjárfestur fyrir um 19,5 milljarða króna sem er um 37% af þeirri upphæð sem seld var. Einkafjárfestar fjárfestu fyrir um 16 milljarða, eða tæplega 31%, og verðbréfasjóðir fyrir um 5,6 milljarða sem gerir tæplega 11%.

Sjá má lista yfir fjárfestana í skjalinu hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK