Svansvotta öll eigin verkefni

Nýr miðbær Selfoss. Umhverfisstofnun sér um útgáfu Svansvottunar sem er …
Nýr miðbær Selfoss. Umhverfisstofnun sér um útgáfu Svansvottunar sem er opinbera norræna umhverfismerkið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Byggingarfyrirtækið Jáverk hefur ákveðið að umhverfisvotta/Svansvotta öll eigin verkefni fyrirtækisins í framtíðinni og minnka með því kolefnislosun og önnur umhverfisáhrif af starfseminni. Fram undan er uppbygging 430 íbúða á þremur svæðum sem öll verða byggð undir þessum formerkjum, á Traðarreitnum á Digraneshæð í Kópavogi, við Tryggvagötu á Selfossi og Gróttubyggð á Seltjarnarnesi.

Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverks, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að Svansvottun verkefna Jáverks í miðbæ Selfoss, sem veitt var formlega á mánudaginn, hafi komið fyrirtækinu af stað í allsherjar umhverfisvegferð, eins og hún orðar það, og sé kveikjan að þessari ákvörðun. Hyggst fyrirtækið að hennar sögn verða leiðandi í þeim efnum í byggingargeiranum á Íslandi.

Sigrún Melax með Svansvottunina sem veitt var formlega á mánudaginn …
Sigrún Melax með Svansvottunina sem veitt var formlega á mánudaginn síðasta.

„Eftir reynsluna á Selfossi ákváðum við að fara af stað í þessa vegferð í okkar eigin verkefnum. Við eins og aðrir verðum að huga að umhverfisáhrifum starfseminnar. Það verða allir að gera sitt en 40% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum koma frá mannvirkjageiranum og um helmingur úrgangs á Íslandi er byggingar- og niðurrifsúrgangur,“ segir Sigrún.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK