YouTube stærsta ógnin

Hugi Sævarsson segir að auglýsendur vilji geta valið RÚV áfram.
Hugi Sævarsson segir að auglýsendur vilji geta valið RÚV áfram. Árni Sæberg

Hlutdeild netsins hefur nær tífaldast á auglýsingamarkaði sl. 15 ár að sögn Huga Sævarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Birtingahússins.  „Stærsta stökkið hefur verið síðustu fimm árin eða svo. Ég ætla að leyfa mér að segja að hlutdeild netsins sé komin yfir 50% á Íslandi af heildarveltu markaðarins ef allt er talið. Þar af eru erlendu veiturnar með sjálfsagt um helming auglýsingafjárins og það fer hratt vaxandi. Alphabet (móðurfélag Google, Youtube o.fl.) og Meta (móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri miðla) eru að verða stærstu söluaðilar auglýsinga á Íslandi,“ segir Hugi í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hugi segir eina stærstu ógnina í dag vera YouTube. „Það er ekki ógn fyrir auglýsendur heldur fyrir innlendu miðlana. Ég get lofað þér því að YouTube mun vaxa mikið að vinsældum á Íslandi. Það er ekki langt síðan auglýsendur fóru að átta sig á YouTube. Snertiverð er einna lægst þar af öllum helstu miðlum. YouTube er næststærsta leitarvél í heimi á eftir Google, sem er auðvitað í eigu sama aðila.“

Auglýsendur hafi val

Spurður nánar um þessa þróun segir Hugi að gott sé fyrir auglýsendur að hafa val og tækifæri til að ná til fólks með ólíkum miðlum og aðferðum. Þar breyti litlu hvort um er að ræða erlenda eða innlenda miðla, stóra eða smáa. „Hins vegar finnst mér það með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki enn sett þessa erlendu aðila í sanngjörn skattspor. Í staðinn er verið að takast á um tilverurétt RÚV á auglýsingamarkaðinum á sama tíma og auglýsendur vilja geta valið RÚV áfram.“

Lestu ítarlegt samtal við Huga í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK