Ásgeir Helgi frá Arion til Skel

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er nýr forstjóri Skel.
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er nýr forstjóri Skel.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, sem hefur verið aðstoðarbankastjóri Arion banka, hefur sagt skilið við bankann og verið ráðinn forstjóri Skel fjárfestingafélags hf. Jafnframt hefur Magnús Ingi Einarsson verið ráðinn fjármálastjóri Skel. Greint er frá þessu í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Ásgeir mun hefja störf um mitt sumar og Magnús seinni part sumars.

Í tilkynningunni kemur fram að Ólafur Þór Jóhannesson hafi látið af störfum sem forstjóri en hann hefur starfað hjá Skel, þar áður Skeljungi hf., frá árinu 2019, þar af sem forstjóri frá því í febrúar á þessu ári.

Haft er eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Skel að þeir Ásgeir og Magnús fái það verkefni að byggja upp öflugt skráð fjárfestingafélag. „Ásgeir hefur mikla þekkingu og reynslu úr Íslensku atvinnulífi, nú síðast sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. og Magnús verið lykilaðili í uppbyggingu Kviku banka hf. sl. ár. Þessir tveir öflugu aðilar munu hrinda í framkvæmd áframhaldandi umbreytingu félagsins, þar sem lögð verður áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum og þróun fyrirtækja, sem hafa meðal annars að leiðarljósi að einfalda fólki og fyrirtækjum lífið,“ er haft eftir Jóni Ásgeiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK