Iða Brá nýr aðstoðarbankastjóri Arion Banka

Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdarstjóri viðskiptabankasviðs Arion banka.
Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri og framkvæmdarstjóri viðskiptabankasviðs Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið skipuð aðstoðarbankastjóri Arion banka þar sem hún tekur við starfi Ásgeirs H. Reykfjörð Gylfasonar aðstoðarbankastjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs sem ákvað að kveðja bankann. Iða Brá er framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs og mun sinna því starfi áfram.

Iða Brá er menntuð sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MSc í fjármálum frá Erasmus Graduate School of Business í Hollandi og er með próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hóf störf við bankann og forverumárið 1999 og hefur gegnt ýmsum störfum innan bankans síðan þá. Hún var þar á meðal framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs og framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs. Áður var Iða Brá forstöðumaður samskiptasviðs, einkabankaþjónustu og í fjárstýringu bankans. Iða Brá er varaformaður stjórnar Varðar trygginga hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK