Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið skipuð aðstoðarbankastjóri Arion banka þar sem hún tekur við starfi Ásgeirs H. Reykfjörð Gylfasonar aðstoðarbankastjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs sem ákvað að kveðja bankann. Iða Brá er framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs og mun sinna því starfi áfram.
Iða Brá er menntuð sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MSc í fjármálum frá Erasmus Graduate School of Business í Hollandi og er með próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hóf störf við bankann og forverumárið 1999 og hefur gegnt ýmsum störfum innan bankans síðan þá. Hún var þar á meðal framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs og framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs. Áður var Iða Brá forstöðumaður samskiptasviðs, einkabankaþjónustu og í fjárstýringu bankans. Iða Brá er varaformaður stjórnar Varðar trygginga hf.