Fékk tvær af þremur hæstu sektunum

Teppasalinn Alan Talib frá London.
Teppasalinn Alan Talib frá London.

Teppafyrirtækið Cromwell Rugs ehf., sem selt hefur persneskar mottur hér á landi síðustu mánuði, hefur fengið tvær af þremur hæstu sektum sem Neytendastofa hefur lagt á fyrirtæki síðustu þrjú ár.

Í október fékk fyrirtækið þriggja milljóna króna sekt, sem er hæsta sekt sem fyrirtæki hefur fengið á síðustu þremur árum, en fyrr í þessari viku var félagið sektað um eina m.kr, sem er þriðja hæsta sektin.

Önnur hæsta sekt sem fyrirtæki hefur fengið á síðustu þremur árum er 1,5 m.kr. sekt BPO Innheimtu ehf. sem síðar var lækkuð í 500.000 kr. með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála. Lögmaður segir sektir Cromwell Rugs í hrópandi ósamræmi við aðrar sektarákvarðanir Neytendastofu. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK