Niðurstaða Ríkisendurskoðunar væntanleg í júní

Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni fjármálaráðherra að gera úttekt á …
Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni fjármálaráðherra að gera úttekt á útboði og sölu á hluta ríkisins í Íslandsbanka. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisendurskoðun mun verða við ósk fjármálaráðherra og framkvæma úttekt á því hvort útboð og sala á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram 22. mars, hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í opinberri skýrslu til Alþingis í júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu Ríkisendurskoðunar.

Framkvæmd sölunnar á hluta ríkisins í Íslandsbanka hefur sætt mikilli gagnrýnni undanfarna daga. Listi yfir ríflega 200 aðila sem keyptu hluti í lokuðu útboði þann 22. mars var birtur á þriðjudaginn. Vakti þá m.a. athygli að á listanum mátti finna félög sem voru með tengsl við einstaklinga sem komu að bankahruninu árið 2008, sæta rannsókn vegna skattsvika, og eru með persónuleg tengsl við fjármálaráðherra.

Þá hafa einnig gagnrýnisraddir verið uppi um að yfirlýst markmið lokaða útboðsins, sem fólst m.a. í því að fá stóra langtímafjárfesta, ekki hafa verið uppfyllt.

Í gær fór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á leit við Rík­is­end­ur­skoðun að stofn­un­in geri út­tekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýslumháttum. Sú beiðni var samþykkt í dag.

Ríkisendurskoðandi sjálfstæður í störfum

Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar kemur fram að áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar hafi ekki farið fram en hún verði endurskoðuð eftir því sem úttektinni vindur fram.

Tekið fram að ríkisendurskoðandi sé sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum. 

Þá hefur verið óskað eftir því að tilnefndur verði tengiliður innan fjármálaráðuneytisins sem starfsfólk Ríkisendurskoðunar geti aflað upplýsinga hjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka