Bréf sem fóru á milli Bankasýslu ríkisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka voru í dag opinberuð í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Þar kemur fram að upplýsingar um tilboð eða tilboðsgjafa varðandi útboðið voru aldrei bornar undir ráðuneytið en yfirlit yfir nafngreinda kaupendur hluta barst ráðuneytinu sama dag og það var opinberað almenningi.
Framkvæmd sölunnar hefur sætt mikilli gagnrýni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór á leit við embætti ríkisendurskoðanda að gera úttekt á sölunni og hefur sú beiðni verið samþykkt.
Hér fyrir neðan má sjá bréfin.