Musk verður ekki í stjórn Twitter

Elon Musk.
Elon Musk. AFP/Brendan Smialowski

Elon Musk mun ekki taka sæti í stjórn Twitter, að sögn forstjóra samfélagsmiðilsins.

Innan við vika er síðan tilkynnt var að Musk, sem er forstjóri Tesla og SpaceX, tæki sæti í stjórninni eftir að hann keypti stóran hlut í Twitter og varð um leið stærsti hluthafi fyrirtækisins.

„Elon hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórninni,“ sagði Parag Agrawal, forstjóri Twitter.

„Ég tel að þetta sé fyrir bestu,“ bætti hann við en Musk átti að verða hluti af stjórninni á laugardaginn.

Musk, sem er ríkasti maður heims, er með yfir 80 milljónir fylgjenda á Twitter. Í síðustu viku greindi hann frá því að hann hafi keypt 73,5 milljónir hluta í Twitter, eða 9,2%.

Hlutabréf í samfélagsmiðlinum hækkuðu um rúm 25% í kjölfarið.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK