Seðlabankinn rannsakar verklag söluráðgjafa

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur hafið athugun á tilteknum þáttum tengdum útboði Bankasýslu ríkisins á hlutum ríkisins í Íslandsbanka 22. mars sl., þar sem niðurstaðan var sú að ríkið seldi 22,5% hlut í bankanum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr athugun Seðlabankans að starfsháttum söluráðgjafa útboðsins en ekki að starfsháttum Bankasýslunnar.

Rétt er að hafa í huga að eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlits Seðlabankans nær ekki yfir Bankasýsluna og ekki yfir framkvæmd laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Aftur á móti nær eftirlitshlutverkið yfir samskipti söluaðila útboðsins við viðskiptavini sína. Eins og Morgunblaðið hefur áður fjallað um var það hlutverk söluaðila útboðsins að flokka viðskiptavini sína „hæfa“ til að þeir hefðu rétt á því að fjárfesta í fyrrnefndu útboði.

Forsvarsmenn Seðlabankans vildu ekki tjá sig um málið í gær og veita ekki viðtal vegna málsins á meðan það er til skoðunar. Morgunblaðið hefur þó fengið staðfest að kallað hafi verið eftir upplýsingum frá söluaðilum þar sem óskað er eftir nánari skýringum á því hvernig þátttakendur í útboðinu voru flokkaðir, hvaða skilyrði voru fyrir hendi til að flokka þá sem fagfjárfesta og hvort þau hafi verið í samræmi við lög. Enginn grunur er þó um lögbrot.

Bankasýsla ríkisins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að söluráðgjafar hafi fyrst verið valdir með útboði í samvinnu við Ríkiskaup fyrir frumútboðið í júní í fyrra og að þeim sem lögðu mest af mörkum í frumútboðinu hafi verið boðin þátttaka fyrir útboðið nú.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK