Lífeyrissjóðir höfðu áhrif á verð

Stjórnmálamenn fengu ítarlega kynningu í aðdraganda útboðsins en gerðu ekki …
Stjórnmálamenn fengu ítarlega kynningu í aðdraganda útboðsins en gerðu ekki athugasemdir við aðferðafræðina sem síðar var notuð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lokaverð þeirra hluta sem seldir voru í útboði Bankasýslunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka 22. mars sl. réðst að miklu leyti af afstöðu lífeyrissjóðanna í aðdraganda útboðsins.

Eins og fram kemur í úttekt ViðskiptaMoggans í dag þrýstu lífeyrissjóðir á að gefin yrðu frávik frá markaðsverði, sem þá var 122 kr. á hlut, ef ætlunin væri að fá þá til þátttöku í útboðinu.

Þar kemur fram að viðræður við lífeyrissjóði hófust af alvöru mánudaginn 21. mars sl. þó að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað áður (án þess þó að gefið væri upp hvenær útboðið myndi hefjast). Stærstur hluti lífeyrissjóða vildi fjárfesta á genginu 115 kr. á hvern hlut, sem hefði miðað við markaðsverð á útboðsdegi falið í sér um 6% frávik.

Sem kunnugt er endaði útboðsgengið þó í 117 kr. á hlut, sem er um 4%. Það að dreifa sölunni á lífeyrissjóði, erlenda aðila og einkafjárfesta var í samræmi við þau markmið sem kynnt höfðu verið þingnefndum og kynnt opinberlega af Bankasýslu ríkisins. Þá var sú leið sem farin var talin hentugust til að valda ekki óróa á hlutabréfamarkaði, en þau rök voru einnig kynnt þingnefndum. Sem kunnugt er hefur þó töluverð umræða farið fram í kjölfar útboðsins og margir gagnrýnt niðurstöðu þess

Stjórnmálamenn fengu ítarlega kynningu í aðdraganda útboðsins en gerðu ekki athugasemdir við aðferðafræðina sem síðar var notuð. Rík ástæða var fyrir því að fara ekki í almennt útboð.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK