Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur boðist til að kaupa Twitter. Hann segist vera rétta manneskja til að leysa úr læðingi „ótrúlega möguleika“ samfélagsmiðilsins. Þetta kemur fram í frétt BBC.
Í óvæntri tilkynningu sagði Musk að hann myndi borga 54,20 dali á hlut fyrir Twitter.
Nýlega kom í ljós að Musk væri stærsti hluthafi Twitter eftir að hann eignaðist stóran hlut í fyrirtækinu. Hann sagði að ef tilboð hans yrði ekki samþykkt þyrfti hann að endurskoða stöðu sína sem hluthafa.
„Síðan ég gerðist hluthafi hef ég áttað mig á því að fyrirtækið mun hvorki dafna né þjóna samfélagslegri þörf í núverandi mynd. Twitter þarf að breytast sem einkafyrirtæki,“ sagði Musk og bætti við:
„Twitter hefur ótrúlega möguleika og ég mun leysa þá úr læðingi.“
Fyrr í vikunni var Musk kærður fyrir kaupin í fyrirtækinu og sakaður um að hafa með ólögmætum hætti leynt því að hann æti hlut í samfélagsmiðlinum til að geta keypt fleiri hlutabréf fyrir lægri upphæð.