Stjórn Twitter grípur til varna gegn Musk

Elon Musk, forstjóri Tesla, er nú stærsti hluthafi í Twitter.
Elon Musk, forstjóri Tesla, er nú stærsti hluthafi í Twitter. Samsett mynd

Stjórn Twitter hefur gripið til aðgerða vegna mögulegrar fjandsamlegrar yfirtöku (e. hostile takeover) í kjölfar þess að milljarðamæringurinn Elon Musk gerði 43 milljarða dollara kauptilboð í fyrirtækið. 

Stjórnin hefur nú samþykkt nýjar reglur sem koma í veg fyrir að einstaka hluthafar geti átt meira en 15% hlut í fyrirtækinu. Þetta er gert með því að leyfa öðrum fjárfestum að kaupa fleiri hluti á afslætti. 

Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að þörf hafi verið á reglunum vegna „óumbeðins, óbindandi tilboðs um kaup á Twitter“ af hálfu Musk. 

Fram kemur í frétt BBC að tilboð um yfirtöku sé talið fjandsamlegt þegar fyrirtæki reynir að yfirtaka annað gegn óskum stjórnanda þess fyrirtækis – í tilfelli Twitter framkvæmdastjórn þess. Reglurnar eru svo kallað eitrað peð (e. poison pill) sem er síðasta vörn fyrirtækja gegn fjandsamlegri yfirtöku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK