Stjórn Twitter grípur til varna gegn Musk

Elon Musk, forstjóri Tesla, er nú stærsti hluthafi í Twitter.
Elon Musk, forstjóri Tesla, er nú stærsti hluthafi í Twitter. Samsett mynd

Stjórn Twitter hef­ur gripið til aðgerða vegna mögu­legr­ar fjand­sam­legr­ar yf­ir­töku (e. host­ile takeo­ver) í kjöl­far þess að millj­arðamær­ing­ur­inn Elon Musk gerði 43 millj­arða doll­ara kauptil­boð í fyr­ir­tækið. 

Stjórn­in hef­ur nú samþykkt nýj­ar regl­ur sem koma í veg fyr­ir að ein­staka hlut­haf­ar geti átt meira en 15% hlut í fyr­ir­tæk­inu. Þetta er gert með því að leyfa öðrum fjár­fest­um að kaupa fleiri hluti á af­slætti. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn­inni seg­ir að þörf hafi verið á regl­un­um vegna „óum­beðins, óbind­andi til­boðs um kaup á Twitter“ af hálfu Musk. 

Fram kem­ur í frétt BBC að til­boð um yf­ir­töku sé talið fjand­sam­legt þegar fyr­ir­tæki reyn­ir að yf­ir­taka annað gegn ósk­um stjórn­anda þess fyr­ir­tæk­is – í til­felli Twitter fram­kvæmda­stjórn þess. Regl­urn­ar eru svo kallað eitrað peð (e. poi­son pill) sem er síðasta vörn fyr­ir­tækja gegn fjand­sam­legri yf­ir­töku. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka