EasyJet flýgur frá Keflavík til Mílanó í sumar

Gert er ráð fyrir allt að þremur flugum á viku.
Gert er ráð fyrir allt að þremur flugum á viku. AFP

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu, en stefnt er að því að fljúga þangað allt að þrisvar í viku í sumar. Fyrsta flugið verður 28. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðarþróunar hjá ISAVIA, segir ákvörðun EasyJet um að bæta Íslandi við sem nýjum áfangastað vera skýrt merki um hve landið sé vinsæll ferðamannastaður.

Fram kemur í tilkynningunni að líf sé að færast í Keflavíkurflugvöll eftir Covid-19 faraldurinn og flugferðum fjölgi stöðugt. Búast megi við því að 24 flugfélög fljúgi um flugvöllinn í sumar, en það er tveimur fleiri en flugu um völlinn á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK