Hlutabréf í Netflix féllu um rúm 35 prósent snemma í morgun eftir að greint var frá því í gær að áskrifendum að streymisveitunni hafi fækkað í fyrsta skipti í tíu ár.
Fyrirtækið sagði ástæðuna fyrir lækkuninni vera þá að lokað var fyrir veituna í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Streymisveitan hefur jafnframt hækkað verð á þjónustu sinni á lykilmörkuðum, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Hlutabréf í Netflix féllu einnig á þarsíðasta ársfjórðungi vegna færri áskrifenda.