Landsréttur vísar máli Sjólaskips-bræðra frá

Systurnar tvær voru sýknaðar í fyrra og nú stendur því …
Systurnar tvær voru sýknaðar í fyrra og nú stendur því einungis eitt mál eftir. mbl.is/Hanna

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun á máli bræðranna Guðmundar Steinars Jónssonar og Haraldar Reynis Jónssonar, sem kenndir eru við útgerðarfélagið Sjólaskip. Málið snerist um framtöl og brot á skattalögum þar sem upphæðirnar hlaupa á milljörðum króna.

Upphaflega voru málin fimm talsins gegn fjórum systkinum, bræðrunum tveimur og systrum þeirra. Í málunum var þeim gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum framtölum og vanframtalið þrjá milljarða króna á árunum 2006 til 2007. Auk þess voru bræðurnir ákærðir saman í einu máli sem varðar erlend félög á Kýpur og Belís, hvaðan útgerð þeirra á vesturströnd Afríku er sögð hafa verið rekin. Það er byggt á því að raunveruleg stjórn þessara félaga hafi verið á Íslandi og bræðurnir því borið skattskyldu hér á landi en ekki erlendis. Hófst rannsókn þess máls þegar bræðurnir voru kallaðir í skýrslutökur árin 2011-2014.

Tvöföld refsing bönnuð

Þeim ákæruliðum sem sneru að meintum skilum á efnislega röngum framtölum var vísað frá á grundvelli Ne bis in idem-reglu Mannréttindadómstólsins sem leggur bann við tvöfaldri refsingu fyrir sama brot.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK