Við opnun hlutabréfamarkaðsins vestanhafs sást að hlutabréf í samskiptamiðlinum Twitter voru á uppleið eftir fregnir um líkleg kaup Elon Musk á fyrirtækinu í dag.
Aðeins tíu mínútum eftir að markaðir opnuðu á Wall Street voru hlutabréf í Twitter 3,7 prósentum hærri, þrátt fyrir að Nasdaq vísitalan væri hálfu prósentustigi lægri, eða 12.778,57 stig og S&P 500 hefði lækkað um 0,7 prósent og stæði í 4.240,83 stigum.
Dow vísitalan féll um 0,5% og er 33.639,01 stig.