Sjá fram á minna atvinnuleysi

Atvinnuleysi hefur dregist verulega saman. Það er þó aðeins meira …
Atvinnuleysi hefur dregist verulega saman. Það er þó aðeins meira en fyrir faraldur. mbl.is/​Hari

Vinnu­mála­stofn­un spá­ir því að at­vinnu­leysi muni verða minna í apr­íl­mánuði en í mars­mánuði eða í kring­um 4,5%. Skráð at­vinnu­leysi í mars var 4,9%.

Í Hag­sjá Lands­bank­ans kem­ur fram að síðustu mánuði hafi at­vinnu­leysi verið svipað og í upp­hafi árs­ins 2020, áður en far­ald­ur­inn skall á. Það náði svo há­marki í janú­ar­mánuði árið 2021 þegar það var 11,6%.

Áfram er at­vinnu­leysið mest á Suður­nesj­um en það hef­ur þó hald­ist und­ir 10% þar í átta mánuði. Hæst fór at­vinnu­leysið þar í 24,5% í mars í fyrra.

„Fjöldi nýrra aug­lýstra starfa hjá Vinnu­mála­stofn­un jókst nokkuð í mars eft­ir að hafa verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði, á bil­inu 4-500. Staðan í mars er því álíka og í sept­em­ber í fyrra þegar átaki í at­vinnu­mál­um var að ljúka, en tölu­vert meira en var í upp­hafi árs­ins 2021,“ seg­ir í Hag­sjá Lands­bank­ans.

Ráðning­ar­sam­bönd á grund­velli styrkja haldið nokkuð vel

Þar kem­ur þó fram að stór hluti um­ræddra starfa flokk­ist und­ir átaks- og reynslu­verk­efni.

„At­vinnu­leysi hef­ur nú verið svipað í sex mánuði og lítið eitt meira en var í upp­hafi árs­ins 2020, áður en far­ald­ur­inn skall á. Góður ár­ang­ur í bar­átt­unni við at­vinnu­leysið hef­ur ekki hvað síst náðst með mik­illi notk­un ráðning­ar­styrkja. Ráðning­ar­sam­bönd á grund­velli þess­ara styrkja hafa haldið nokkuð vel eins og reynsla fyrri ára hef­ur sýnt,“ seg­ir í Hag­sjánni.

„Bar­átt­an gegn at­vinnu­leys­inu hef­ur því gengið vel hér eins og víða á Vest­ur­lönd­um. Reynsl­an seg­ir að upp­gang­ur at­vinnu­lífs sem or­sak­ast af krepp­um vegna stríðsátaka, nátt­úru­ham­fara og far­aldra er jafn­an mun hraðari en t.d. í fjár­málakrepp­um. Seinni heimstyrj­öld­in er dæmi um þetta, en í eft­ir hana var upp­gang­ur­inn til­tölu­lega hraður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka