Framleiða rafeldsneyti á Bakka

Vetni og ammóníak eru lausn á loftslagsvanda heimsins segir Sigurður …
Vetni og ammóníak eru lausn á loftslagsvanda heimsins segir Sigurður Ólason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlaust Ísland óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040 verður að hraða undirbúningi að framleiðslu rafeldsneytis eins og vetnis og ammoníaks að mati Sigurðar Ólasonar, framkvæmdastjóra Green Fuel. Slíkt eldsneyti sé lykilatriði í orkuskiptunum. Fyrirtækið stefnir að byggingu fyrstu stórskala rafeldsneytisverksmiðju landsins á Bakka við Húsavík.

Mikill meðbyr

Sigurður segist í samtali við Morgunblaðið finna fyrir miklum áhuga og meðbyr. „Green Fuel mun framleiða vetni og ammóníak, sem bæði eru algerlega kolefnislaus í framleiðslu og notkun. Þessar tvær tegundir rafeldsneytis eru því lausn á loftslagsvanda heimsins og munu stuðla að því að Ísland uppfylli ákvæði Parísarsamkomulagsins varðandi minnkun kolefnisútblásturs. Til dæmis væri það mikill kostur ef kaupskipa- og fiskiskipaflotinn næði að skipta úr díselolíu yfir í rafeldsneyti,“ segir Sigurður.

Ammóníakið sem Green Fuel hyggst framleiða myndi duga til að knýja þriðjung íslenska fiskiskipaflotans að sögn Sigurðar. Auk þess mun Green Fuel framleiða vetni í fljótandi formi sem er álitlegur orkugjafi fyrir þungaflutninga og innanlandsflug á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK