„Afslátturinn“ lægri en í Evrópu

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Árni Sæberg

Frávikið frá markaðsverði í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka í mars var mun lægra en í samskonar útboðum í Evrópu á tímabilinu 2019 til 2021, þar sem frávikið var á bilinu 4,9% til 6,1%, en sölumagnið á bilinu 48 til 74 daga af daglegri veltu í kauphöll.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Bankasýslunnar við fyrirspurnum fjárlaganefndar Alþingis til stofnunarinnar, en svörin voru birt á heimasíðu stofnunarinnar fyrr í kvöld.

Þá kemur einnig fram að frávikið var einnig lægra heldur en að það var í tilfelli sölu á hlutum í þremur öðrum evrópskum bönkum eftir útboðið, en þar er vísað til sölu á 3,6% hlut í breska bankanum Barclays þar sem frávikið var um 6,5%, og sölu á 5,8% og 5,6% hlutum í þýsku bönkunum Commerzbank og Deutche Bank þar sem frávikin voru 6,6% og 7,9%.

Bankasýslan rekur einnig að ekki sé um afslátt að ræða í hefðbundnum skilningi, þó oft sé talað um afslátt við slík útboð.

„Eitt af grundvallarlögmálum hagfræðinnar er að eftirspurnarfallið er niðurhallandi, þ.e. ef selja á meira magn heldur en markaðsverð hefur ákvarðast af, þá verður það selt á lægra verði heldur en ráðandi markaðsverð, sem var verð á hlutum í Íslandsbanka þann 22. mars. Hér verður að geta þess að í útboðinu var selt magn hluta sem samsvarar um 300 daga veltu í kauphöll,“ segir í svari Bankasýslunnar.

Nánar verður fjallað um svör Bankasýslunnar í ViðskiptaMogganum sem kemur út í fyrramálið.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar.
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK