Möguleiki á hrávöruskorti

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verð á hrávöru hækk­ar hratt þessa dag­ana og mögu­leiki er á skorti á ákveðnum hrá­efn­um til lengri tíma. Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði sem Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra lagði fyr­ir rík­is­stjórn­ina í gær. Er þar minnst sér­stak­lega á sól­blóma­ol­íu, kjúk­linga­kjöt og sól­blóma­lesitín í því sam­hengi.

Í minn­is­blaðinu er vísað til upp­lýs­inga frá hags­muna­am­tök­um fyr­ir­tækja í versl­un og inn- og út­flutn­ingi en þar seg­ir að sí­fellt erfiðara verði að út­vega vör­ur á borð við kjúk­linga- og nauta­kjöt nema þá á háu verði, m.a. vegna hækk­andi orku- , fóður- og áburðar­kostnaðar.

Bæta við gjöld­um

Sömu sam­tök segja mikl­ar verðhækk­an­ir framund­an. Þá séu birgjar farn­ir að bæta ýms­um gjöld­um ofan á verð, eins og t.d. orku­gjaldi og ol­íu­gjaldi, kassa- og bretta­gjaldi.

Ólaf­ur Ó. John­son, fram­kvæmda­stjóri heild­söl­unn­ar Ó. John­son & Kaaber ehf., seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að heilt yfir séu ein­hverj­ar verðhækk­an­ir á leiðinni á hveiti og mjöli, sem teng­ist stríðsrekstr­in­um í Úkraínu. „Það eru fyrst og fremst slík­ar vör­ur sem verð er að hækka á,“ seg­ir Ólaf­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Úkraína og Rúss­land eru það um­svifa­mik­il í fram­leiðslu á þess­um vör­um.“

Hann seg­ir að hækk­an­ir muni því verða á öll­um vör­um sem bakaðar eru úr hveiti. „Það eru all­ir að reyna að sýna ábyrgð og halda hækk­un­um í skefj­um. Þetta var eitt­hvað sem menn bjugg­ust ekki við, eft­ir það sem á und­an var gengið í far­aldr­in­um.“

Ólaf­ur seg­ir að litið sé á þess­ar hækk­an­ir sem tíma­bundn­ar. Eng­inn viti þó hvenær stríðið klárist og hlut­irn­ir kom­ist aft­ur í eðli­legt horf.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka