Tjáir sig ekki um athugasemdir Lilju

Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við getum náttúrulega ekki þannig séð tjáð okkur um einstök mál,“ var meðal þess sem kom fram í svari forstjóra Bankasýslu ríkisins þegar þingmaður Framsóknarflokksins spurði hann hvort hann kannaðist við athugasemdir viðskiptaráðherra við framkvæmd sölunnar á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárus L. Blöndal stjórnarformaður sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis fyrr í dag um söluna á Íslandsbanka sem stofnunin sá um. 

Í viðtali í Morgunblaðinu 11. apríl sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra að hún hefði ekki verið hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka. Kvaðst hún vera mótfallin því að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins.

Lilja situr í ráðherranefnd um efnahagsmál en þann 4. febrúar kynnti Bankasýslan fyrirhugaða söluaðferð og önnur atriði fyrir nefndinni.

Skráðu atvikið kannski ekki niður

Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins nýtti tækifærið á opna fundinum í dag og spurði forstjórann hvort hann kannaðist við þessar athugasemdir viðskiptaráðherra. Fátt var þó um svör.

„Við erum náttúrulega bara gestir á þessum fundum og við sitjum ekki alla þessa fundi. En eins og kom fram í máli forsætisráðherra í gær að þá hafa átt sér stað skoðanaskipti en við getum náttúrulega ekki þannig séð tjáð okkur um einstök mál. Við kannski skráðum ekkert atvikið niður sko en það eiga sér alveg stað umræður á þessum fundum,“ sagði Jón Gunnar.

„Kannist þið við þessar efasemdir,“ spurði Stefán aftur. 

„Ég get ekkert tjáð mig um það neitt,“ svaraði Jón Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK