Hjálpa fyrirtækjum að vaxa

Peter Kastrup Misir, Helga Þóra Eiðsdóttir og Sara Lind Þrúðardóttir …
Peter Kastrup Misir, Helga Þóra Eiðsdóttir og Sara Lind Þrúðardóttir reka ráðgjafarfyrirtækið AUKA United. Kristinn Magnússon

„Við erum ekki bara auglýsingastofa. Við bjóðum vörumerkjaráðgjöf, tækniþróun og stjórnendaráðgjöf til að hjálpa fyrirtækjum að vaxa, auka sölu og bæta afkomu. Við vinnum í öllum þessum þremur víddum á sama tíma, sem gerir okkur einstök þegar horft er til sambærilegra fyrirtækja.“ Þetta segir dansk-japanski ráðgjafinn Peter Kastrup Misir, en hann er ásamt þeim Helgu Þóru Eiðsdóttur og Söru Lind Þrúðardóttur stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins AUKA United, sem varð til í september 2021.

Starfsemi í sex löndum

Á tiltölulega skömmum tíma hefur félagið aflað sér áhugaverðra verkefna víða um heim og er í dag með starfsemi í sex löndum, Íslandi, Danmörku, Noregi, Japan, Kína og Úkraínu. Í sumar bætast Bandaríkin í hópinn að sögn Misir.

Viðskiptamódel fyrirtækisins er einnig nýstárlegt að því leiti að það byggir alfarið á sveigjanlegu vinnuumhverfi og fjarvinnu. „Ef við líkjum okkur við byggingageirann, þá má líta á okkur sem aðalverktakann sem tekur alla ábyrgðina og hefur yfirsýnina. Hann ræður svo inn undirverktaka til að sinna sérhæfðum verkefnum,“ útskýrir Misir.

„Faraldurinn breytti leiknum,“ segir Sara Lind. „Hann breytti því með hverjum þú vinnur og hvernig. Við erum afsprengi faraldursins. Fólk vandist því í Covid-ástandinu að vinna í fjarvinnu og þar með opnaðist allur heimurinn. Við höfum því aðgang að bestu sérfræðingum á hverju sviði, en þeir eru kannski staðsettir á mismunandi stöðum í heiminum. Þannig getum við sniðið þjónustuna algjörlega að hverju verkefni og þörfum hvers og eins viðskiptavinar,“ segir Sara.

Aðspurður segir Misir að um 60 manns starfi fyrir AUKA United um allan heim, en hluti þeirra eru svokallaðir „giggarar“, fólk sem vinnur að tímabundnum verkefnum.

„Sem dæmi eru vinnudagurinn minn þannig að ég vakna snemma til að funda með Japan og Kína. Þá tekur Evrópa við og svo Bandaríkin í lok dags. Þannig næ ég öllum heiminum á einum degi,“ segir Misir.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK