Ölgerðin hagnast um 1,7 milljarða

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hagnaðist um 1,7 milljarð króna á liðnu fjárhagsári, samanborið við tæpar 730 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en EBITDA félagsins jókst úr 2,3 milljörðum króna í 3,3 milljarða á milli ára og var í samræmi við langtímamarkmið.

„Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöðuna eftir það erfiða ástand sem skapaðist í kringum Covid og eftirköst faraldursins og við erum einstaklega stolt af þeim árangri sem við náðum á nýliðnu rekstrarári,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningunni.

Þá kemur fram að fjárhagsárið, sem nær frá byrjun mars til loka febrúar, hafi einkennst af stórum hluta af vexti en einnig af fjárfestingum í húsnæði og búnaði. Ný framleiðslulína fyrirtækisins fjórfaldi afkastagetu og að félagið hafi jafnframt keypt birgjasambönd Ásbjörns Ólafssonar ehf.

Loks kemur fram að stefnt sé að skráningu félagsins á aðallista Kauphallarinnar í lok maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK