Býst við áframhaldandi vaxtahækkunum

Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði.
Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur vaxtaákvörðun Seðlabankans á dögunum til að stemma stigu við hækkandi verðbólgu og auknum verðbólguvæntingum vera fyrsta skrefið af mörgum.

Næstu mánuði og næsta árið muni vextir í heiminum hækka. 

Í þættinum Sprengisandi nefndi hann að næsta vaxtaákvörðun bankans verði í júní en að við vitum ekki hvernig heimurinn verði þá.

Gylfi sagði verðbólgu hafa verið setta til hliðar sem markmið á meðan farsóttin gekk yfir og allt hafi verið gert til að vernda atvinnu. Núna, þegar Covid-19 sé ekki lengur vandamál, hafi vaxtastigið verið lágt og eftirspurnin gríðarleg.

Hann sagði mjög mikilvægt á næstu mánuðum að ná tökum á innlendri eftirspurn og að vinnumarkaðurinn komist að skynsamlegri niðurstöðu þar sem báðir aðilar gefi eftir.

Sömuleiðis sagði hann þörf á aðhaldi hjá ríkissjóði og að „við náum að ganga í takt“. Slíkt sé mjög sjaldgæft hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK