Eigendur Fjaðrárgljúfurs hafa samþykkt kauptilboð í landið en kaupverðið er á bilinu 300 til 350 milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá þessu.
https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2021/06/20/att_thu_mynd_af_ther_her/
Gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður.
Ríkið á forkaupsrétt í jörðina og segir Magnús Leópoldsson, fasteignasali sem sér um söluna, að málið sé enn í ferli og að hann sé bundinn trúnaði.
Heimildir Fréttablaðsins herma að kaupandinn sé Íslendingu sem starfi innan ferðaþjónustunnar.