Hefja starfsemi á Íslandi í sumar

Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson standa að baki fyrirtækinu …
Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson standa að baki fyrirtækinu Transition Labs.

Bandaríska kolefnisförgunarfyrirtækið Running Tide verður fyrsti samstarfsaðili Transition Labs en félagið hyggst rækta fljótandi þörungaskóga á alþjóðlegu hafsvæði og gera út frá Íslandi.

Davíð Helgason, stofnandi Unity, stendur að stofnun fyrirtækisins Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Þegar tilkynnt var um stofnun fyrirtækisins í gær, kom fram að stefnt væri að því að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. Running Tide nýtir nýjustu tækni til að örva náttúrulegt ferli sjávarins við að fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu, bæta lífríki hafsins og skilar ávinningnum bæði til sjávarplássa og vistkerfa heimsins.

Starfsstöð fyrirtækisins hér á landi verður sú fyrsta utan Bandaríkjanna og markar upphaf alþjóðlegrar útrásar þess. 

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMogga stendur til að hefja starfsemina strax í sumar, leigja skip og áhafnir og til lengri tíma að byggja upp frekari skipaflota hér á landi.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka