Segir að frumvarpið myndi bæta stöðu leigjenda

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Leigusölum verður skylt að skrá samninga í opinberan húsnæðisgrunn ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, verður að veruleika. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gær.

Sigurður Ingi segir markmiðið með frumvarpinu að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda.

„Eins og staðan er núna, hefur ekki verið hægt að fylgjast með leigusamningum og þróun leiguverðs. Ef þingheimur samþykkir frumvarpið, verður breyting á, því leigusölum verður skylt að skrá samninga í opinberan húsnæðisgrunn. Slíkt gefur raunhæfari mynd af leigumarkaðinum og bætir réttarstöðu leigjenda,“ skrifar Sigurður Ingi í færslu á Facebook um málið. 

Muni nýtast við mat á sanngirni

Hann telur að skráningarskyldan muni nýtast almenningi og gera leigumarkaðinn gagnsærri. Þá muni frumvarpið, verði það að lögum, gera það að verkum að hægt verði að nálgast upplýsingar um markaðsleigu húsnæðis eftir staðsetningu.

„Upplýsingar um leiguverð munu nýtast við mat á því hvort leigufjárhæð eða síðari hækkun hennar sé sanngjörn og eðlileg í garð beggja samningsaðila. Samkvæmt gildandi rétti er markaðsleiga sambærilegs húsnæðis það meginviðmið sem líta ber til við mat á því hvort leigufjárhæð sé sanngjörn og eðlileg. Hins vegar hefur skort á að aðilar leigusamnings geti nálgast áreiðanlegar upplýsingar um markaðsleigu hverju sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK